Trú.is

Kærleikur er forsenda umburðarlyndis

Umburðarlyndi er eitt af því mikilvægasta, sem við getum tamið okkur í samskiptum við annað fólk. Það er auðvelt að dæma aðra og stundum þarf ekki mikið til, jafnvel hviksögur nægja og hvers kyns söguburður. Það er hins vegar ekki jafn auðvelt að sýna þolinmæði og skilning, umburðarlyndi krefst íhygli og gerir kröfur til persónuþroska, leggur stein í götu hinnar auðveldu undankomuleiðar. Nú um stundir er meiri þörf á umburðarlyndi í samfélagi okkar en oft áður.
Predikun

Svarthöfði

Ein spurning sem vaknar varðar til dæmis friðhelgi, öryggi og trúfrelsi einstaklingsins. Hingað til hefur trúað fólk getað gengið til kirkju hér á landi án þess að að því sé vegið með ógnunum eða hæðni fyrir trú sína.
Predikun

Dæmið ekki. Verið miskunnsamir.

Hér í prédikun í Landakirkju 15. júní 2008, er lagt út af orðum Jesú í fjallræðunni: "Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða." Talað er um dómhörkuna og sleggjudóma, en líka fordóma, t.d. í garð innflytjenda. Þá er hér að finna sögu af reynslu minni af notkun textans í sögugöngu á Vatnsnesi um árið, er þeirra Agnesar og Friðriks var minnst í ljósi þessara orða Jesú. Ein af ályktunum mínum er að hægt sé að umorða versið og segja, í stíl við sæluboðin: "Sælir eru þeir sem dæma ekki, því þeir munu sýknaðir verða." Er söfnuðurinn síðan byggður upp í því að ástunda góð verk trúarinnar og vera miskunnsamur. Tekið er fagurt dæmi af framtaki Nínonanna í þágu Krafts í kringum landið.
Predikun

Dæmið ekki og þér munið eigi verða dæmd

Það er staðreynd að við erum voðalega fljót að fella dóma um menn og málefni án þess að vera búin að afla okkur vitneskju um það sem um er að ræða. Einhvern vegin finnst mér svo að í mannlegri tilveru okkar þá erum við sífellt að dæma.
Predikun

Sá yðar sem syndlaus er

Okkur er tamt að skipta mannkyninu í tvo hópa þegar kemur að því hvað er afsakanlegt og hvað ekki. Við sjálf og okkar nánustu erum í öðrum hópnum, stærstur hluti mannkyns í hinum! Sjálfsréttlæting og dómharka eru tvær hliðar á sama máli.
Predikun

Að láta leiðast og leiða

Í gegnum ævina hefur mér gengið misvel að skilja ýmislegt varðandi kristindóminn og er víst ekki einn um það. Öðrum þræði er fólk hvatt, í Nýja testamentinu, til að haga sér vel á allan hátt en á hinn bóginn er það ávítað harðlega fyrir að vera upptekið af hegðun sinni og að reyna að gera betur en samferðafólkið.
Predikun

Fótboltinn og lífið

Í boltanum eru línurnar skýrðar – búningarnir greina að samherja og andstæðinga, leikreglurnar eru einfaldar og allar blekkingar, allt ofbeldi og látalætin öll sem við sjáum kempurnar sýna á vellinum eru vegin og metin eftir því hver árangurinn er. Að endingu er það sigurinn sem skilur á milli feigs og ófeigs.
Predikun

Miskunnsemi Guðs og manna

Lærisveinar Jesú Krists áttu forðum ekki aðeins það sem þjónaði líkamlegri heilsu þeirra og velferð sameiginlegt, heldur var hið sameiginlega fyrst og fremst hið nýja réttlæti þeirra sem játast Kristi. Og það höfum við flest eða öll gert í fermingunni. Að taka við þessu réttlæti þýðir að komast til skilnings á því að tengslin milli manna, milli einstaklinga, það er sambandið milli fólks inbyrðis sé þar með komið á annað og æðra stig.
Predikun

Íslenski krossfáninn

Í Svíþjóð og reyndar víðar á Norðurlöndum hefur um nokkuð skeið farið fram mikil vakning í messutónlist og helgihaldi. Nýir straumar streyma um hinar fornu kirkjubyggingar Norðurlandanna sem margar eru byggðar í kringum árið 1100. Þessir straumar hafa einnig borist yfir hafið og hingað til okkar kirkju. Víða má sjá blómstrandi starfsemi í kirkjum landsins þar sem unnið er að að því að breyta helgihaldinu í samræmi við nýja tíma.
Predikun

Með þeim mæli, sem þér mælið

Öll getum við fundið okkur stað á meðal farísea og fræðimanna í þessum efnum, þegar skyggnst er innst í eigin barm. Við fellum dóma öllum stundum. Við erum sífellt að leggja mat á náunga okkar, mynda okkur skoðun á öllu mögulegu og ætla fólki alla mögulega og ómögulega hluti.
Predikun

Dæmdir dómarar

Í dag eru liðin 90 ár frá því að konur fengu kosningarrétt. Guðspjall dagsins á einkar vel við á þessum degi, 19. júní, þegar konur og karlar fagna þessum tímamótum en dagurinn er haldinn árlega til að minna á réttindabaráttu kvenna. Guðspjallsfrásagan birtir niðurstöðu álitsgjafa sem var ljósárum á undan sinni samtíð og talaði fyrir jöfnuði fyrir tvö þúsund árum sem þjóðfélag okkar hefur ekki enn náð að lifa eftir.
Predikun

Skrifað í sandinn

Það er sem morgunsólin standi kyrr, og allt dettur í dúnalogn á musterissvæðinu, ysinn og skvaldrið og sköllin hljóðna. Hverju svarar hann, meistarinn frá Nasaret? Hann segir ekkert. Hann beygir sig niður og skrifar í sandinn, og segir síðan hljóðlega, milt, en orð hans voru öflug eins og landskjálfti: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.”
Predikun