Trú.is

Af ávöxtunum þekkist tréð

Það haustar á Héraði. Og náttúran er söm við sig. Það tilheyrir þessum árstíma að fara í berjamó, og einnig að fylgjast með þeim breytingum sem verða á gróðrinum. Laufin eru tekin að gulna á trjánum. Haustlitirnir eru sannarlega fagrir á Fljótsdalshéraði. Brátt fella trén lauf sín og gróðurinn leggst í vetrardvala.
Predikun

Stöðutaka gegn kærleikanum

Við skulum hafa í huga, að enda þótt Biblían boði okkur hjálpræði Guðs í Kristi, þá er ekki þar með sagt að þar sé okkur fengin í hendur einhvers konar kaskótrygging Guðsríkis sem firri okkur allri ábyrgð á sjálfum okkur, á orðum okkar og verkum og á því sem okkur er trúað fyrir hér í heimi.
Predikun

Opin eyru og lausar tungur

Í síðustu viku fjallaði Morgunblaðið um könnun á því hvað við Íslendingar teljum vert fórnar og áhættu. Þar kom fram að þorri Íslendinga telur að málefni eins og mannréttindi, heimsfrið, baráttu við fátækt, gegn kynþáttafordómum, jafnrétti og umhverfismál verð fórnar og áhættu.
Predikun

Lykillinn er bænin

Það er deginum ljósara, eins og frelsarinn heldur fram, að hið illa færi aldrei að vinna gegn sjálfu sér, eins sjálfmiðlægt og það nú er, það myndi aldrei reka sig sjálft út, því það er einlægur vilji þess að ríkja og ráða, það þráir vald einkum til þess að upphefja sjálft sig, en ekki til þess að huga að velferð annarra.
Predikun

Höfnum ekki umbreytingarkraftinum

Aðeins ein synd er ófyrirgefanleg og hún er að varpa frá sér krafti Guðs sem umbreytir innri manni. Syndin gegn heilögum anda er meðvitað að neita sjálfum sér um þá endurnýjun hugarfarsins sem hér var lýst að framan; að afneita anda Guðs, vilja ekki þiggja hönd hans á vegi umbreytingar lífsins.
Predikun

Hin ungu tré þurfa festu og næringu

“Lengi býr að fyrstu gerð,” er gamalt og gott máltæki og sanneikur þessara orða er mikill. Það er staðreynd að mótunarár barnsins, eru mjög ráðandi um gönguna í framtíðinni. Það er því mikilvægt hvernig foreldrum og samfélaginu tekst til með uppeldið,- hvað barnið sér og hvað það heyrir. Þetta er spurning um hvaða tækifæri barnið fær til að þroskast vel bæði af visku og vexti.
Predikun

Góð tré og vond

...þegar við hættum að reyna að bæta okkur, þegar við höldum að við höfum skilið lífsins leyndarmál og þurfum ekki að bæta okkur meir, þá glötumst við. Bílstjóri sem er viss um að vera á réttri leið, spyr ekki til vegar, þótt hann sé villtur. Eins gott að hann sé læs á umferðarmerki og snúi við, þegar hann áttar sig.
Predikun

Grandveri

Guð þarf ekki að leita leyfis Persónuverndar til að fylgjast með öllu sem við gerum. Hann er í raun hin eina sanna persónuvernd og þá í þeim skilningi að hann vill vernda okkur fyrir áhrifum hins illa, vill að við verðum heilar persónur og góðar.
Predikun

Að þegja yfir kraftaverki ...

Lítil stúlka opin og hvatvís var á leiðinni í afmæli til vinkonu sinnar. Um það leyti sem hún var að ganga út úr dyrunum heima hjá sér að þá uppgötvuðu foreldrar stúlkunnar sér til skelfingar að þeir höfðu gleymt að kaupa afmælisgjöf til þess að senda barnið með í boðið. Ráðagóður heimilisfaðirinn bætti fyrir mistökin með því að finna vel með farna bók upp í bókaskáp, hann pakkaði henni vandlega inn og lét dóttur sína hafa, með því fororði að hún mætti alls ekki segja afmælisbarninu hvaðan bókin kæmi, það væri algjört leyndarmál. Litlu stúlkunni þótti þetta merkileg skilaboð og lagði síðan af stað með bros á vör.
Predikun