Trú.is

Visið tré og röddin á fjallinu

Himnarnir opnuðust og sólin breytti lóninu á einu andartaki í stórfenglegt lita- og geislaspil. Líkami hans stirðnaði upp af spenningi og hann stafaði fyrir móður sína: “Þ e s s u m u n é g a l d r e i - g l e y m a”.
Predikun

Litlar hendur með smærri fingur fálma eftir framtíðinni.

Vissulega má segja að tíminn sé brothættur; eða kannski eru það við manneskjurnar sem eru brothættar.
Predikun

Kristur mildar tímann

Með það í huga verður kirkja hans staður, sem máir út mörk milli kynslóða, máir út mörk tímans, kirkjan boðar veruleika sem er einn þ.e.a.s. ef hún er trú hlutverki sínu.
Predikun

Hvernig líf viltu?

Tímaskil skerpa. Stærsta sorg fólks á dánarbeði er jafnan að hafa ekki átt fleiri stundir með sínum nánustu eða ekki notað tímann til hins djúpsækna. Fæstir harma við brottför úr heimi, að hafa ekki náð að kaupa einhver tæki, fyrirtæki eða fermetra. Hvað þráir þú?
Predikun

Nú þarf að skakka leikinn

Það verður ekki allt böl til blessunar og blessun kemur oftast ekki óvart. Blessun Guðs er ekki síst iðkun, iðkun hins góða.
Predikun

Fyrirmyndir

Fólk ársins er fólkið sem heldur áfram að koma börnum til manns, nærir náunga sinn, greiðir götu réttlætisins, býr öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og horfir í von til framtíðar.
Predikun

Vægi oss Drottins náðin blíð!

Áramót er tími uppgjörs, við spyrjum óneitanlega margra spurninga, um þjóðfélagið, um nánasta umhverfi, gleðistundirnar, áfangana sem glöddu, allt uppbyggilegt og gott starf, sem unnið hefur verið að. Við skoðum hrunið mikla, áföllin í fjölskyldu og vinahópi, við leitum ávaxtanna, hvað finnum við, hvað blasir við þjóðinni.
Predikun

Nýtt ár í óvissu og von

Víst er að árið 2009 verður munað um langa hríð. Þetta hefur verið býsnaár. Allt með ólíkindum. Undireins í janúar hófust fjöldamótmæli er birtu djúpstæða reiði fólks yfir því hruni er varð á haustmánuðum 2008 og afleiðingum þess. Þetta þarf ekki að rifja upp í smáatriðum.
Predikun

Spádómlegur kærleikur ráðamanna

Árið 2009 hefur verið einkennilegt ár. Kannski er hægt að líkja því við Titanic slysið. Við rákumst á, við vorum í dágóðan tíma að átta okkur á hve alvarlegur vandinn væri, en sáum um síðir, svo ekki var um að villast að við myndum sökkva. Sumir fengu björgunarhringa og aðrir ekki.
Predikun

Sísyfus

Stundum sækir að manni sú hugsun að hlutskipti Sísyfusar sé í raun hlutskipti okkar.
Predikun

Stjörnuskraut hrapinu merkt.

Jólasagan er nefnilega ekki á yfirborðina né nokkuð annað það, sem í Biblíunni stendur, þar er einmitt allt á dýptina og þess vegna er innihald hennar svona mikið og krefjandi verkefni og verður jafnvel yfirþyrmandi ef trúin fylgir ekki lestri, því í trúnni er auðmýkt og virðingu fyrir hverju viðfangsefni fyrir sig að finna.
Predikun

Fáum við að gróa til einingar

Það er líka innan tengslanna sem við lærum og njótum að láta okkur aðra varða, finnum til ábyrgðar og lærum að biðjast velvirðingar á því sem fer á annan veg en ætlast var til. Allt að virðingu við það sem mestu vegur, tengslin. að tilheyra og vera í tengslum.
Predikun