Trú.is

Sælan og sorgin

Það er í hinum einföldu mannkostum, sem Jesús Kristur lagði okkur á hjarta að rækta og heilagur andi hans eflir í okkur, sem eilífa lífið verður ljóst: Sæl eru hin hógværu, sæl eru hin miskunnsömu, sæl eru hin hjartahreinu, sæl eru þau sem flytja frið og réttlæti. Í þessum gjöfum andans verður himnaríki á jörðu, þarna verður Guð sýnilegur.
Predikun

Sæl og blessuð

Ásjóna Guðs birtist ekki síður meðal skuggaliðs samfélagsins. Jesús stóð alltaf með þeim. Við þurfum æfa okkur í langsýn og fjölsýn himnaríkis sem er önnur en veraldarinnar.
Predikun

Skrefinu á eftir

Sorgin felst í því meðal annars að einhver sem var okkur kær er horfin af mannlífssviðinu og við getum ekki lengur auðsýnt henni/honum væntumþykju – kærleika. Hann eða hún er ekki lengur hjá okkur. Við getum ekki talað við viðkomandi eða faðmað, glaðst með honum eða henni, grátið og gantast.
Predikun

Sá, er allt helgar . . .

Þessi dagur – þessi stund sem við eigum hér saman – gefur okkur öllum tilefni til að líta tilbaka, horfa yfir farin veg og hugsa í bæn og þakkargjörð til allra þeirra sem okkur eru horfnir. En þessi dagur býður okkur einnig að horfa fram á veginn af þeirri sömu gleði og þeir, sem við höfum þurft að skiljast við, skildu eftir sig og vígðu lífi okkar með tilveru sinni og liðnum samverustundum, sem búa í minningunum stórum og smáum.
Predikun

Samferða í eilífðinni

„Hér er það hin kristna von sem öllu skiptir. Dauðinn á ekki síðasta orðið. Á Golgata urðu skil. Ekki svo að skilja að dauðinn hafi orðið eitthvað auðveldari eftir en áður heldur . . .“ segir Örn Bárður Jónsson í prédikun á allra heilagra messu sem bæði er hægt að lesa og <a href="http://kirkjan.is/hljod/postillan/2005_11_06_obj_samferda_i_eilifdinni.mp3">hlusta á</a> hér á vefnum.
Predikun

Sorgarljósadagur

Ég hef velt því fyrir mér upp á síðkastið hver sé staða sorgarinnar í samfélaginu okkar? Er hún viðurkennd? Er gefinn nægur tími eða rými fyrir hana? Hvernig búum við að syrgjendum? Mín tilfinning hefur verið sú að við séum býsna dugleg fyrst um sinn, fyrstu dagana og jafnvel vikurnar eftir andlát er mikið hringt, huggað. En svo fækkar símtölunum, færri spyrja hvernig líðanin sé.
Predikun

"Allir krakkar, allir krakkar..."

Þessa barnavísu þekkir hvert mannsbarn á Íslandi. Öll höfum við raulað hana marg oft þegar við vorum börn að leik – nú eða með börnum okkar.
Predikun

Er líf eftir dauðann?

Tvær hátíðir eru haldnar um þessa helgi frá fornu fari í hinum kristna heimi, önnur á laugardegi og hin í dag, á sunnudegi, á allra sálna messu. Í gær var haldin allra heilagra messa um mestan hinn kristna heim, einnig víða í lútherskum kirkjum. Og í dag er allra sálna messa.
Predikun

Mikilvægi augnabliksins

Ég verð seint þreyttur á því að hvetja fólk til að lifa í núinu. Þ.e.a.s. ekki í gærdeginum sem búin er að gera sitt og eða morgundeginum sem kann að gera þetta eða hitt. Ég er nefnilega sannfærður um að óhamingja og depurð er raunveruleiki svo margra vegna þess að lifað og hrærst er í því sem er og væntingu þess sem gæti verið framundan. Ég ætla að útskýra þetta betur.
Predikun

Að vera sæl

Við fáum mörg sælutilboð daglega. Sæl eru þau sem eru grönn, kauptu þér megrunarduft. Sæl eru þau sem vinna í lottó, kauptu þér miða.
Predikun

Hverjir eru heilagir?

Það er allra heilagra messa. Hverjir eru heilagir? Við játum: Ég trúi á heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra. Er kirkjan heilög? Er hún samfélag heilagra? Er ekki yfirlæti fólgið í þeirri staðhæfingu. Jú, það er það, ef hugtakið heilagur er álitið sömu merkingar og hugtakið fullkominn. Í þeirri merkingu er kirkjan ekki heilög, hún er ekki samfélag fullkominna.
Predikun