Trú.is

Stórir menn

Allar hans þrár eru ekta á meðan önnur hver þrá í minu hjarta er hégómi en þegar ég staldra við og set mig inn í drauma hans þá finn ég frið, það er svo merkilegt að allt sem hann í raun þráir er það sem getur líka gert mig hamingjusama, fyrir utan kannski að stofna pizzustað eins og hann stefnir á að gera í framtíðinni.
Predikun

Fiskisögur

Getur verið að í þínu lífi sé barn sem bíður eftir tíma, eftir eyra til að hlusta á sig, eftir ráðleggingum, eftir ást og umhyggju. Getur verið að þú getir verið ljós í lífi barns, og gefir því kjark og kærleika, svo það geti fótað sig í lífinu sem glöð og góð manneskja?
Predikun

Fæðubótarefni frá Jesú

Þótt við skiljum minna en lærisveinarnir og miklu minna en samverska konan við brunninn, sem fékk að tala sjálf við son Guðs, þá þurfum við ekki að örvænta. Við þurfum alls ekki að finna upp hjólið né bestu auglýsingatæknina til að laða að okkur áhangendur eða matreiða fagnaðarerindið ofaní fólk.
Predikun

Kryddlegin tilvera

Kristin trú er trúin á framtíðina. Framtíð okkar sem þjóð eru börnin, ungmenninn sem taka við. Framtíðin er björt þegar horft er til þess að vel á fimmta hundrað ungmenna í starfi æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar dvöldu helgi í Vestmannaeyjum við leik og störf fyrir einum tveimur vikum síðan.
Predikun

Hvað er handan borðsins?

Ræðan fjallar öðrum þræði um það að við vitum fátt um framtíðina, vitum ekki einu sinni hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Hvað tekur við að loknu þessu lífi? Hverjar eru skyldur okkar við lífið? Sagan í byrjun gefur til kynna að himinninn komi okkur algjörlega á óvart. Hverjir eru þessir heilögu sem dagurinn er helgaður?
Predikun

Réttlæti og miskunn

Við þurfum að halda áfram að ræða það sem gerðist, tala um ábyrgð og aðgerðir og réttlæti, tala um það sem við erum sek um og hvað við erum saklaus af, orða erfiðar hugsanir, finna út hvernig við getum fyrirgefið sjálfum okkur og öðrum og hvernig við getum staðið saman.
Predikun

Kirkjan og kreppan

Sælir eru sorgmæddir, segir meðal annars í guðspjalli dagsins. Hljómar þessi staðhæfing ekki mótsagnakennd? Það fólk sem upplifað hefur djúpa sorg myndi síst af öllu kenna það ástand við sælu. Þvert á móti, þá stendur sæla í beinni mótsögn við sorg.
Predikun

Sorgin, Guð og lífið

Það kann að vera vandasamt að stíga inn í nýjan dag þegar fótunum hefur verið kippt undan okkur við ástvinamissi. Allt virðist breytt og óraunveruleikatilfinning grípur syrgjandann. Getur verið að lífið haldi áfram með fuglasöng og umferðarnið? Eru fjöllin þarna ennþá og fréttatímarnir fullir af nýjum viðburðum? Smám saman lærist manni þó að feta leiðina inn í raunveruleikann að nýju og lífið nálgast sinn vanagang, þó forsendurnar séu breyttar.
Predikun

Sólstafir himins á jörðu

Guðspjall allra heilagra messu er sæluboðin. „Sælir eru....“ segir Jesús enn og aftur, níu sinnum alls, eins og þrisvar sinnum þrjú klukkuslög, bænaslög sem berast gegnum dagsins ys og óró hjartans. Sæla er gjarna sett í samhengi við algleymi og þá yfirleitt annars heims. En Jesús tengir það einhverju sem er yfirmáta jarðneskt og hversdagslegt. Er það ekki makalaust?
Predikun

Hamingjuleitin

Trúin gefur okkur kost á því að skyggnast inn í leyndardóma guðsríkisins. Þegar þeir ljúkast upp fyrir okkur einn af öðrum þá vöxum við og þroskumst í trúnni.
Predikun
Predikun