Trú.is

Ertu róbot?

Gervigreindin, sem hefur nú þegar skákað okkur á flestum sviðum færni og þekkingar, kemur einmitt upp um sig í þeim samanburði. Það er þessi litli skjálfti sem næm mælitækin greina þegar við strjúkum fingri eftir fletinum. Hann er agnarlítið dæmi um takmörk okkar og breyskleika.
Predikun

10 ára afmæli Alþjóðlega safnaðarins (10th Anniversary of the International Congregation)

Ég trúi því að Guð sé almáttugur, alvitur og fullur af kærleika, en ég trúi því líka að Drottinn hafi húmor. Því á þessum sunnudegi, af öllum sunnudögum, ákveður Guð að kenna okkur auðmýkt. Allir ritningarlestrar dagsins leggja áherslu á auðmýkt og fordæma hroka eða stolt. Höfundur Orðskviðanna varar við stolti og segir að það geti orðið okkur að falli. Páll hvetur söfnuðinn í Efesus til að vera algerlega auðmjúkur. Loks segir Jesús í Lúkasarguðspjalli að sá sem upphefur sjálfan sig verði auðmýktur.
Predikun

Þræðir

Það er gleðiefni þegar listafólk opnar hér sýningu á Torginu. Við njótum þeirra forréttinda, við sem hér störfum, að geta virt listaverkin fyrir okkur, brotið heilann um merkingu þeirra og greint jafnvel í þeim nýjar víddir og sjónarhorn. Það er að sama skapi nokkur áskorun að flétta saman textana sem okkur eru úthlutaðir við boðskap listamannsins – auðvitað með það í huga að þau sem hér hafa sýnt hafa getið þess í óspurðum fréttum að þau séu ekki að predika. Eins og það sé nú eitthvað slæmt? spyr ég gjarnan á móti!
Predikun

Þegar kvíði skellur á (When Anxiety Strikes)

Kvíði er raunveruleg ógn við geðheilsu okkar. Þegar hann vex og tekur of mikið pláss í huga okkar og hjörtum getum við ekki fundið frið innra með okkur. Án friðar getum við ekki hvílst og upplifum svefnlausar nætur. Svefnleysi setur allt annað í lífi okkar í hættu þar sem við erum ólíklegri til að hugsa um okkur sjálf. Við erum líklegri til að sækjast í auðveldar lausnir sem endast ekki.
Predikun

Að vera rödd hinna raddlausu (Voice for the Voiceless)

Hvernig lifir maður án þess að heyra og tala? Eyrun og munnurinn eru bæði verkfæri sem eru lífsnauðsynleg fyrir samskipti, til að tilheyra samfélagi. En þessi maður var ósýnilegur í samfélaginu og tilheyrði engum.
Predikun

Þið fáið þetta bara í hnakkann, strákar

Það er einmitt það sem Jesús segir hér við viðmælendur sína og lærisveina, með orðum gamla þjálfara míns: „Þið fáið það bara í hnakkann, strákar, ef þið eruð dómhörð í annarra garð.“
Predikun

Heimur skorts eða gnægða

Hin kristna sýn á heiminn er sú að heimurinn sé góð sköpun kærleiksríks Guðs, sem elskar alla menn. Á þeim grunni eru allir menn elskaðir og jafnir. Á þeim grunni ber okkur að lifa. Á þeim grunni ber okkur að lifa, svo aðrir fái einnig að lifa.
Pistill

Pirraðir verkamenn

Svo er það þriðji flokkurinn sem kann að vera áhugaverðastur – afsakið kaldhæðnina. En það eru þau sem á enskunni eru sögð vera actively disengaged, virkt áhugalaus gætum við kallað þau. Þetta eru 15% vinnuaflsins. Þessum þriðja flokki lýsa þau með því að hann leysi ekki vandamál, heldur búi þau til á vinnustaðnum. Það geri þau til dæmis með sífelldum aðfinnslum, neikvæðu umtali og reyni jafnvel að skaða reksturinn og starfsemina. Það er svolítið ógnvekjandi að hugsa til þess að á 100 manna vinnustað falla 15 manns í þann flokk.
Predikun

Þrumur og eldingar

Ég var til dæmis inntur eftir því í heita pottinum í vikunni hvaða skilaboð almættið hefði verið að senda okkur þegar eldingunni laust niður í turn Hallgrímskirkju. Ég svaraði því til í sömu glettni að þarna væri verið að amast yfir túrismanum sem tröllríður öllu í miðbænum! Hér forðum hefði þetta ekki verið sett fram í gríni. En trúin mótast með tímanum. Siðbótarmenn börðust gegn hugmyndum sem þeir kenndu við hjátrú og bentu á að hina sönnu kirkju gætum við fundið í hjarta hverrar kristinnar manneskju. Þar talar texti dagsins til okkar. Hann lýsir sterkum tilfinningum, undrun, ótta, máttleysi og svo hugrekki, von og trú, já þeirri upprisu sem síðar átti eftir að sigra heiminn.
Predikun

Hvað táknar sagan?

Svo er með táknin allt í kringum okkur, í kirkjum, í myndlistinni, í tónlist, í umferðinni – þau krefjast þess af okkur að við setjum okkur inn í ákveðinn hugarheim, skiljum samhengið og tilganginn. Þá opnast augu okkar, já það sem var hulið verður okkur augljóst – svo vísað sé í yfirskrift sýningarinnar hér.
Predikun

Þér eruð meira virði en margir spörvar

Einn er sá farvegur miðlunar sem er kannski sá flóknasti, þ.e. hvernig við komum fram í okkar hversdagslífi. Það er auðvelt að tala um kærleika, frið og mildi, en kannski erfiðara að lifa þannig að kærleikur, friður og mildi sé einkenni á framgangi okkar í hversdagslífinu, úti í búð, í umferðinni, vinnu, skóla og fjölskyldulífi. Þar reynir kannski mest á, og sérstaklega þegar áskoranir lífsins sækja okkur heim. En þá er það einmitt þessi boðskapur sem Jesús miðlar okkur í dag, sem getur skipt miklu máli: Óttist ekki, þið eruð meira virði en margir spörvar.
Predikun

Rótin sem við tilheyrum

Rótleysi, stefnuleysi og stjórnleysi getur verið spennandi. Það eru engar reglur og hver veit hvert það leiðir þig? En til langs tíma getur það skaðað manneskjuna og rótina sem í henni býr. Öll viljum við láta gott af okkur leiða og skilja eitthvað fallegt eftir í þessum heimi. Til þess þurfum við að stinga niður rótum svo að við getum vaxið, þroskast og jafnvel borið góðan ávöxt. Við tökumst á við áskoranir, gerum mistök og verðum fyrir áföllum. En ef við bregðumst rétt við er alltaf möguleiki á vexti og þroska. Eitt það mikilvægasta sem manneskjan er að eiga rót og tilheyra henni.
Predikun