Trú.is

Skírn Jesú

Í kristni er öll áhersla á þessa einu fórn sem er Jesús Kristur. Við þurfum ekki að fórna neinu í hinum gamla skilningi. Okkur er aðeins ætlað að trúa og biðja. Þar liggur okkar leið. Að fylgja Jesú og láta líf okkar allt benda á hann. Líf okkar bendir á Jesú ef í lífi okkar er að finna kærleika og umhyggju fyrir öðru fólki og vissu um að Guð er skapari og lífgjafi alls sem er.
Predikun

Hvunndagshetjur

Þegar heimurinn lyftir þeim upp og magnar sem hafa náð tangarhaldi á öllum auði og allri athygli, þá beinir Biblían sjónum okkar að fulltrúum hinna, þeim sem að öðrum kosti hefðu fallið í skuggann og horfið í djúp gleymskunnar. Já, fyrir Guði er manneskjan dýrmæt óháð því hvert kastljósið beinist. Og þá um leið birtist okkur þessi lífsspeki og jafnvel leiðtogasýn sem boðar gerólíka afstöðu til þess að veita forystu og lifa verðugu lífi.
Predikun

Síðustu jól

Síðustu jól gætu reynst söguleg í þeim skilningi einnig. Mögulega rifjum við þau upp síðar með svipuðu hugarfari og við gerðum um svörtu jólin á sínum tíma – sem endi á tilteknu skeiði.
Predikun

Brosað með illvirkjum

Vorum við meðsek? Tókum við þátt í glæpaverkum? Sátum við brosandi, flissandi þegar illmennið trúði okkur fyrir svikaráðum sínum? Vorum við þegjandi sessunautar valdasjúks manns, sem átti engar hugsjónir, engar hugmyndir um réttlæti, frið, sanngirni, velferð, jafnrétti heldur aðeins óseðjandi hungur í að hafa stjórn, ráða yfir öllu og öllum og tróna efstur á valdastólnum?
Predikun

Múrinn

Úti í heimi er voldugur maður, Donald Trump, sem vill byggja múr. Hann komst til valda meðal annars með því að lofa að byggja þennan múr. Múrinn er svo mikilvægur að 800.000 þúsund manns í heimalandi hans fengu ekki launin sín á föstudaginn var. 400.000 þúsund hafa unnið launalaust í þrjár vikur.
Predikun

Forvitni um Guð

Ekki veit ég hvernig Ritningarlestrarnir virka á þig. Ekki er hægt að neita því að lesnir eru fornir textar, svona 2000 til 3000 ára gamlir. Því ætti engum að bregða þó ekki sé allt auðskilið. En mannkynið hefur svo sem ekki breyst mikið þó að við tölum um miklar framfarir og það er raunin, tæknilegar framfarir. En textarnir segja frá miklum breytingum sem urðu með komu Jesú Krists þessa sunnudaga eftir þrettándann.
Predikun

Himnesk jörð

Sögur Biblíunnar eru ekki ósvipaðar listaverkum sem hvetja okkur til að spyrja og leita sjálf svara. Sú leit er sístæð og það er mikilvægt að við bindum ekki enda á hana með yfirborðslegum svörum eða einhverjum sleggjudómum.
Predikun

Pabbar eru líka fólk

Karlarnir eru hástökkvarar trúaruppeldisins. Hlutverk þeirra er ekki lengur að vera á kafi í steypu og puði heldur í velferð og lífshamingju barna sinna. Jesúafstaðan.
Predikun

Óttalegur Lasarus

Við megum ekki láta glepjast eins og uppistandarinn sem reynir að finna lífi sínu tilgang gagnvart tóminu, það er helvíti nútímans sem rekur alla áfram með skelfingu. Kristinn trú boðar ekki helvíti eins og nútíminn heldur himnaríki. Það er faðmur á bakvið og þeim kærleika eigum við að lifa í daglegu lífi okkar.
Predikun

Miklu meira en ekkert

Ef litið er á 100 manna heimsþorpið vitum við að flest lifum við í allsnægtum samanborið við stóran hóp jarðarbúa. Hinn hvassi broddur í orðum Jesú getur verið eitt af því sem fælir vaxandi hóp Evrópubúa frá fagnaðarerindinu.
Predikun

Martröðin hans Palla

Martröðin sem Palli vaknaði upp af, er vondur draumur þar sem tengslin hafa rofnað, þar sem menning hverfur og einsemd tekur við.
Predikun

Á hverri árs- og ævitíð

Sumum finnst til dæmis erfitt að verða þrítugir og finna æskuna fjarlægjast sig smátt og smátt. Aðrir upplifa sterkar tilfinningar í gegnum tímamót í lífi barnanna sinna, t.d. þegar þau fermast, taka bílprófið eða flytja að heiman. Og það reynir ekki bara á einstaklinginn með nýjum hætti við hverja breytingu í lífinu. Það getur líka reynt á hjónabandið eins og „afinn“ í sjónvarpinu fékk að ganga í gegnum.
Predikun