Trú.is

Er okkur eitthvað heilagt?

Og jú, vissulega á hið heilaga undir högg að sækja á þessum tímum sem mörgum öðrum. En boðskapur helginnar gegnsýrir engu að síður menningu okkar. Hann sækjum við í Biblíuna. Þaðan kemur sú vitund þegar við finnum til með þeim sem eiga erfitt, reynum að setja okkur í spor fólks sem er á flótta, horfir á sína nánustu deyja í sprengjuregni eða eigur sínar liðast í sundur í náttúruhamförum.
Predikun

Öreigar og tjaldbúðargestir

Nú er tekist á um rétt Eflingarfólksins til að krefjast kjarabóta. Þar er þungur róður og stormur í fang. Þó hindra nú ekki eldgos, pestir eða óáran þau er «útgerðir» eiga í að fylla þar skip og hirslur allar af fé. Ferðamenn streyma til okkar fallega lands til að njóta hér einstakrar náttúru og gestrisni. Það eru fjármunir í fegurðinni! Það vita líka hinir erlendu sjóðir sem nú sækjast eftir að kaupa hér upp flest hótel og ferðaþjónustusvæði. Það vilja margir kaupa fjöllin og dalina til að selja öðrum þá guðsopinberun sem felst í að standa á tindi tilverunnar einhvers staðar úti í auðninni. Þannig á að gera út á fjöllinn líkt og fiskinn. Að þar verði allt eign fárra. Einhverskonar lokuð tjaldbúð sem aðeins fáir megi koma til, þessi fáu sem eiga næga peninga. Aðgengi að fjöllum má ekki selja eða takmarka.
Predikun

Málhalti leiðtoginn

Boðorðin eru yfirlýsing um siðferði, grunngildi sem ekki má stíga út fyrir. Í því umhverfi birtist leiðtoginn okkur hvað skýrast. Boðskapurinn sem við tökum með okkur er á þá leið að mannkostir, líkamsburðir, mælska og gáfur hafa lítið að segja ef markmiðið er ekki annað en að auka vægi leiðtogans sjálfs. Hinn málhalti stendur slíkum einstaklingum langtum framar ef orð hans og erindi eru grundvölluð á æðri gildum.
Predikun

Von, trú og homo sapiens

Því að vonin er ein sú dásamlegasta guðsgjöf sem manneskjunni er gefin. Og hver veit nema þrautseigja mannkynsins í gegn um árþúsundin, sem hefur gert henni kleift að yfirstíga ótrúlegustu hindranir og þrauka ósegjanlegustu hörmungar taki á sig birtingarmynd vonarinnar í félagslegu erfðamengi okkar. Vonin er sjaldnast fjarri, sannfæringin um að það sé ljós við enda ganganna.
Predikun

Að taka það hlutverk sem Guð velur þér

Hlutverkin breytast ekki þó umheimurinn breytist og fólk hafi ekki í heiðri það sama og við, er mikilvægt að láta það ekki taka yfirhöndina. Við getum haldið okkar siðum og haldið í það sem okkur er heilagt og kennt öðrum að virða og meta það. Við þurfum að varðveita trúna í hjartanu… geyma ljóma dýrðar Drottins þar og muna að fyrir Guði erum við, hvert og eitt okkar MJÖG dýrmætir þjónar í mjög mikilvægum hlutverkum.
Predikun

Skínandi andlit

En ég tel að ef við göngum út frá skynseminni einni þá skynjum við aðeins tilveru okkar að hluta. Við skynjum hana í raun bæði með huga og hjarta. Í daglegri bæn og iðju fær líf okkar nýju vídd, himneska, vitund um það að Guð er með okkur í dagsins önn. Þó fjarlægur sé, er hann nálægur, eins og fjöllin.
Predikun

Við sáum dýrð hans, ummyndunin

Í dag er síðasti sunnudagur eftir þrettánda og bænadagur á vetri. Guðspjall dagsins fjallar um það er Jesús ummyndast fyrir augum lærisveina sinna og dýrð hans varð þeim opinber. Það sem fram fer í kirkjunni snýst um trúna á Jesú, bróðurinn besta, og göngu okkar á lífsins vegi. Þannig erum við öll börn Guðs og systkin í trúnni. Hér í kirkjunni koma saman Íslendingar og fólk af erlendu bergi brotið, fátækir og ríkir. Margt af því er fólk á flótta.
Predikun

Logandi runnar

Við erum í sporum Móse sem leit hinn logandi runna og úr honum komu boðin um rjúfa vítahringinn, fara úr þrælahúsinu yfir til hins fyrirheitna lands. Logandi runnar og tré, reykjarstókar sem standa upp úr púströrum og strompum ættu með sama hætti að tala til okkar.
Predikun

Hlekkir og slóðir

Sagan sem við hlýddum á hér í guðspjalli dagsins er að vissu leyti dæmigerð fyrir frásagnir Biblíunnar. Það er að segja, hún geymir tilvísanir í önnur rit þeirrar miklu bókar, nánast eins og við værum að vafra um á internetinu og gætum smellt á einstaka orð og setningar og flakkað þar með á milli síðna.
Predikun

Far þú í friði og ver heil meina þinna

Talíþa kúm, rís þú upp, þú sem þjáist vegna kúgunar, þú sem ert í fjötrum. Far þú í friði, þú sem finnur lífið renna þér úr greipum og ert við það að örmagnast vegna eigin framkomu eða annarra. Ver heil meina þinna, þú dóttir Guðs sem hefur mátt þola niðurlægingu, misnotkun og áreitni.
Predikun

I see the shine around your face

Thus we receive the glory of Jesus and act as his servants. And this happens to any of us. And at that time, we are shining, even though we don’t notice it by ourselves. This is a part of the manifestation of the kingdom of God.
Predikun

Tinder leiðtogar

Og hugsið ykkur ef við gætum gert þetta líka við alla þessa leiðtoga í heiminum sem segja við okkur: Hlustið á mig! Ég er með sannleikann! Og þeir segja jafnvel: Ég er með umboð frá Guði! Guð vill að ég ráði og stjórni! Hugsið ykkur ef við gætum bara farið með þeim upp á fjall, og fengið það á hreint hjá Guði, þessi er í lagi, ekki þessi, ekki þessi, þessi, bara svolítið eins og á Tinder... Þá þyrftum við ekkert að velkjast í vafa, þá myndum við bara láta þann leiðtoga stjórna sem Guð væri búinn að ákveða fyrir okkkur...
Predikun