Trú.is

Friðarórar í föllnum heimi

"sagan hefur einnig sýnt að til þess að ná markmiðum, sem virðast óyfirstíganleg, þá getur verið gagnlegt að setja sér jafnvel enn stærri markmið – eins mótsagnakennt og það hljómar – sem lýsa líkt og vonarstjarna á himni sem nærir von og trú mannsins á, að hið ómögulega sé mögulegt. Þannig fylgja draumórar Johns Lennon fullkomlega fyrirmynd spámannlegra draumsýna Gamla testamentisins sem sáu fyrir sér heim þar sem ríkti fullkominn friður – ekki aðeins manna í millum heldur einnig allra dýra sköpunarinnar"
Predikun

Hrifsarar og gjafarar

Stundum verða heilu þjóðfélögin fyrir þeirri ógæfu að velja sér til forystu leiðtoga sem eru einmitt þetta – hrifsarar
Predikun

Óvissuþol og æðruleysi

Vetur kemur og vetur fer. Bylgjur kófsins hafa verið nokkuð margar. Veröldin er síbreytileg. Lífsháskinn er mis nálægt okkur en aldrei alveg fjarri. Við getum þjálfað okkur í að hvíla í trausti til þess að allt muni fara vel. Við getum æft okkur í seiglu og þrautsegju þegar erfiðleikar virðast ætla að raska ró okkar. Og við megum vissulega biðja til Guðs í stóru og smáu og treysta á hjálp Guðs og nærveru í öllum aðstæðum.
Predikun

Gleði er ekkert gamanmál

Gleðin kemur ekki eftir pöntun. Við vitum, að til þess að geta brosað þarf ákveðið hugarþel ef brosið á að vera ekta og það sem að baki því býr. Þórarinn Eldjárn, sem þykir flestum öðrum skáldum fyndari, sagði eitt sinn: „grín er ekkert gamanmál“. Við getum sagt það sama um gleðina. Ef hún er einlæg þá er hún þarf hún að byggja á einhverju traustu og öruggu rétt eins og allt það annað sem einhvers virði er í okkar lífi. Yfirborðslegt bros er ekki gleði og jól sem hvíla á slíku eru ekki gleðileg.
Predikun

Verið glöð

Orð postulans: „Verið glöð!“ fá aðra merkingu. Hvatning hans snýr að því að gleðin sé afleiðing þess að eiga sér tilgangsríkt líf, inntak og merkingu sem gefur dögunum aukið gildi og á nóttinni fær sálin frið og hvíld. Það er nefnilega fegurð í trúnni. Hún ávarpar okkur, hvert og eitt sem einstakar sálir, ómetanleg verðmæti sem höfum gildi þrátt fyrir veikleika okkar og vankanta.
Predikun

Regnboginn rúmar allt

Guð er ekki siðvenjur eða sagnfræði. Guð er ekki hörmungarhyggja eða hinseginfóbía. Guð er andi, Guð er gleði, Guð er líf. Á einhvern leyndardómsfullan og undursamlegan hátt sameinar Guð hvort tveggja, ljósið og myrkið, hörmungarnar og gleðina og gefur okkur regnbogann sem tákn um það, lífsins vatn og lífsins ljós, hvort tveggja hluti af heild, allt hluti af þeirri heild sem lífið er.
Predikun

Smitandi

Það er nefnilega þannig að hvar sem við erum og hvert sem við förum erum við smitandi. Við smitum út frá okkur því sem innra býr, til góðs og ills.
Pistill

Friður, kærleikur, trú og von

Það er gaman að skreyta með ljósum og fíneríi, kaupa gjafir og senda kveðjur. En það er enn dýrmætara að huga að því sem býr okkur innst í hjarta.
Predikun

Bænastund á aðventu

Á aðventu er gott að eiga kyrrláta stund við kertaljós. Hér eru bænir sem hægt er að hafa til hliðsjónar á einfaldri aðventustund.
Pistill

Vopnahús

Vopnahúsin geyma minningar um tíma sem við vildum ekki lifa að nýju.
Predikun

Heilinn og moldin

Heilinn og moldin eru því viðfangsefni dagsins. Hvort tveggja virðist vera svo einstakt að engin dæmi þekkjum við um neitt viðlíka í víðáttum himingeimsins. Og þó er það svo viðkvæmt.
Predikun

Guðfræði skiptir máli

Sumir fræðimenn tala um Bolsonaro sem einn hættulegasta mann jarðar, svo hart gengur hann fram gegn regnskóginum.
Pistill