Trú.is

Hver drap Jesú?

Það er kaldhæðnislegt að sú beitta ádeila á valdsbeitingu sem birtist í Píslarsögunni hafi verið beitt sem valdatæki. Biblían hefur verið og er notuð sem valdatæki og vopn, jafnvel í okkar kirkju. Kirkjan er valdastofnum og hún gerir tilkall til valds, m.a. á grundvelli þeirrar stöðu sem að píslarsagan hefur í okkar menningu. Í umgengni okkar við trúararfinn þurfum við sífellt að vera á varðbergi gagnvart því hvernig við sem kirkja, beitum valdi okkar meðvitað og ómeðvitað.
Predikun

Ave crux

Þess vegna slær þjáning hins saklausa einnig annan streng. Það er frelsið. Sá sem blasir við okkur á krossinum á Golgata er ímynd hins frjálsa manns. Það hljómar eins og þverstæða á tímum þegar margir líta svo á að frelsið sé einmitt fólgið í hinu gagnstæða.
Predikun

Hinn þjáði Guð

Og þess vegna er krossinn fagnaðarerindi þrátt fyrir allt. Jesús er mannleg ásjóna sjálfs Guðs, skapara himins og jarðar. Í honum sjáum við Guð sem kemur til okkar, til þín og mín. Guð sem gengur inn í líf okkar til þess að leiða okkur fyrir sjónir það líf sem hann ætlar okkur. Frelsandi, líðandi og nálægan Guð sem veit og skilur af eigin raun hvað það er að vera maður, hvað það er að þjást.
Predikun

Höndin sem hlífir og hirtir

Hvaða hugsanir sækja að þeim sem skynja það að senn verður tilveran ekki lengur fortíð, nútíð og framtíð – eins og er hjá okkur – heldur bara fortíð. Engin nútíð og engin framtíð? Þá sækir fortíðin á hugann.
Predikun

Tárasveigur

Hvernig er hægt að tala um dýrð krossins,  sem er hræðilegasta og átakanlegasta aftökuaðferð síns tíma? Hversvegna talar Kristur um það að hann verði dýrðlegur gjör á krossi?
Predikun

Nei!

Það er þannig með sumt að maður grefur það, geymir það í óminninu. Það vita allir sem hafa verið barðir til óbóta að það eru fyrstu höggin sem eru verst. Svo dofnar maður.
Predikun

Sögur sem enda illa

Kæri söfnuður. Ég ætla að segja ykkur sögur í dag. En áður en við komum að þeim er ég með eina tilkynningu og eina viðvörun. Tilkynningin er þessi. Þessari prédikun lýkur ekki í dag. Við gerum hlé. Og við ljúkum henni eftir tvo sólarhringa að morgni páskadags.
Predikun

Föstudagurinn langi ...

Vegur trúarinnar er vegur lífsins og hann liggur á brattann. Enginn kemst hjá því að huga að þeirri slóð, sem liggur frá krossinum og að bjarma páskadagsins, - en það er fyrst handan krossins að reynir á trúna.. Það er sannarlega um mikinn “Heljarkamb” að fara. Okkur má vera ljóst að trúin er að því leyti lífshættuleg, að hún varðar líf og dauða.
Predikun

Verndaðu mig frá því sem ég vil

Til þess að finna hamingjuna þurfum við að leita á réttum stöðum og við þurfum að beita okkur sjálf aga til þess að missa ekki sjónar á markinu. Tvær mikilvægar leiðarstikur vísa okkur meðal annars veginn þangað
Predikun

Pelíkanabörn

Við erum pelíkanabörn, bitin til ólífs af höggormi dauðans. Ólífisbitið læknar kraftur Guðs í Jesú Kristi, blóð hans sem rann á Golgata.
Predikun

Lækningin mikla

Krossinn er andsvarið við skilningstré góðs og ills í frásögninni um Adam og Evu. Eins og ávöxtur þess trés leiddi til syndafallsins, og syndin leiddi af sér dauða Adams og allra síðan þá, er krossinn hið raunverulega lífsins tré og ávöxtur þess er frelsið frá syndinni, frelsið frá dauðanum.
Predikun

Hver setti Jesú á krossinn?

„Pabbi, hver setti Jesú á krossinn?“ spurði barnið föður sinn. Fjölskyldan var stödd í sumarfríi erlendis og hafði þennan dag heimsótt klaustur. Þar var að finna mikið safn listaverka og ein myndanna sem varð á vegi þeirra var altaristafla frá miðöldum. Hún sýndi krossfestinguna.
Predikun