Trú.is

Legg þú á djúpið

Legg þú út á djúpið – gakktu inn í verkefni daganna í Jesú nafni til þess að víðfrægja dáðir Drottins – hverjar eru þær? Jú, þær eru margar og margvíslegar, allt sem er til uppbyggingar, allt sem er til góðs.
Predikun

Á veiðilendu með frelsaranum

Hver ert þú? Hvaðan kemur þú? Hvert ert þú að fara? Ert þú leitandi manneskja, stríðandi, áveðra fyrir ágjöfum mannlífsins? Hér hefur þú fundið griðastað þar sem bænin vakir og trúartraustið. Blaktandi kertaljósin á altarinu vitna um nærveru Jesú Krist sem sagði um sjálfan sig: “Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu heldur hafa ljós lífsins”.
Predikun

Köllun og eftirfylgd

Köllunin til eftirfylgdar við Krist gerist ekki með útskýranlegum rökum um grundvöll kristnilífsins og með sannfæringarkrafti, heldur fyrst og fremst með því að það gerist eitthvað, sem er gjarna ekki í neinu samhengi við það sem vænst er eða líkindi eru til, eða getur með nokkrum hætti verið skilgreint sem árangur mannlegs erfiðis.
Predikun

Legg þú út á djúpið

“Legg þú út á djúpið, og leggið net yðar til fiskjar”, sagði Jesús við Símon Pétur. Hvergi á Íslandi á þessi setning betur við en einmitt hérna við Ísafjarðardjúpið þar sem menn hafa öld fram að öld ýtt báti úr vör til að sækja sér fisk í soðið. Djúpið hefur verið lífæð byggðanna hér í kring. Það hefur bæði verið gjöful matarkista en líka þjóðvegurinn því hér um slóðir er maður flótari sjóleiðina heldur en landleiðina.
Predikun

Helsi eða frelsi?

Það hefur verið stórkostlegt að vera vitni að undangengnum gleðidögum hér á Skólavörðuholti. Það er ótrúlegt og um leið ánægjulegt að skynja allt það mikla starf sem fram fer í kirkjum landsins. Hitta allt þetta fólk sem er svo metnaðargjarnt, jákvætt og frjótt í hugsun og tilbúið að leggja á sig ómælda vinnu og fórna miklum tíma fyrir kirkjuna sína og samfélagið sitt.
Predikun

Þú hefur líf eða dauða á þínu valdi

Það var einu sinni lítill strákur. Honum barst sú furðufregn að til væri maður sem gæti svarað öllum spurningum. Sá stutti var kominn það langt á þroskabrautinni að vita að sumu yrði ekki svarað. Hann ætlaði nú aldeilis að sýna að maðurinn væri ekki alvitur. Eftir nokkur heilabrot ákvað strákur að fara með kolíbrífuglinn sinn falinn í hnefa. Hann ætlaði að spyrja spekinginn hvort fuglinn væri á lífi eða ekki.
Predikun

Fiskidráttur eða köllun

Í nýjustu biblíuþýðingunni okkar frá árinu 1981 hefur guðspjall dagsins fyrirsögnina: Fiskidráttur Péturs. Nú fjölgar þeim sem telja að það eigi að lesa fyrirsögina með, þegar guðspjallið er kynnt. Fyrirsögnin, sem er bara lítil millifyrirsögn í kafla, er því farin að skipta verulegu máli.
Predikun

Kletturinn

Við þekkjum kirkjubyggingar á krossinum sem trónir allajafnan efst á turni þeirra. Þegar við skoðum kirkjur erlendis sjáum við stundum fleira en kross. Við sjáum oft hana úr málmi festan á þakið eða turninn. Og haninn er ósjaldan á láréttum krossi þar sem armarnir vísa í áttirnar fjórar. Hann er hreyfanlegur og sýnir vindáttina. Hann er veðurviti.
Predikun

„Í dag erum við öll Norðmenn“

Við berum skyldu til að vinna gegn því hugarfari og afstöðu. Við eigum að láta það heyrast hátt og skýrt að kynþáttahatur, tortryggni gagnvart útlendingum, já og fordómar gegn trúarbrögðum verði ekki liðið. Að hvers kyns ofbeldi er ólíðandi.
Predikun