Trú.is

Nafnlaus og raddlaus

Það fylgir því einsemd að vera þaggaður. Hefur þú e.t.v. einhverntíman talað og talað en mætt tómu augnaráði þeirra sem töldu sig betur vita og betur mega? Hvernig leið þér þá?
Predikun

Boðorð 7 og Búkolla

Berðu virðingu fyrir öðrum. Leitastu við að efla fólk og styðja það. Ef við öll temjum okkur svona afstöðu og komum henni í framkvæmd yrði lífið skemmtilegra og traustið myndi setjast að í mannheimum.
Predikun

Augun okkar

Hið virta tímarit Time gerir þessum málum skil í forsíðugrein í síðasta tölublaði. Vísað er til fjölmargra vísindamanna, sem komist hafa að samhljóða niðurstöðum í þessum efnum, eða eigum við að segja, viðurkenna græðandi mátt trúarinnar.
Predikun

Kanverska konan og snjóskaflinn

Hún kemur á harðahlaupum, þessi óvenjulega kona. Hún ryður sér leið gegnum mannfjöldann. Svitadroparnir spretta fram á enni hennar. Angistin skín úr augunum. Henni liggur á.
Predikun

Í kyrrð

Í Biblíunni er sagt frá að Jesús hafi oft leitað einveru og kyrrðar. Hann hvarf frá mannfjöldanum þegar kvölda tók og dagsverkinu var lokið, til þess að biðjast fyrir. Bænalíf hans veitti honum endurnýjandi kraft í daglegum störfum.
Predikun

Að setja sig í spor

Jú, því hér er að verkum, held ég, ein af dýpstu kenndum mannsins: samlíðanin og samkenndin. Hún birtist sannarlega í ótrúlega fábreyttri mynd þarna – rækilega mjólkuð af þeim sem lagt hafa fjármagn í þennan leik.
Predikun

Kristin trú skapar mannréttindi

Við höstum ekki á þá sem vekja athygli á bágum kjörum sínum og skipum þeim að þegja. Við búum við lýðræði og málfrelsi. Það eru dýrmæt mannréttindi og ekki sjálfgefin, en eiga rætur að rekja til kærleika kristinna viðhorfa. Það er hin kristna krafa, að þjóðfélagið hlusti og nemi, horfi ekki framhjá þeim sem minna mega sín og tryggi þeim lífskjör og mannréttindi til jafns við aðra.
Predikun

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Neyð annarra vekur mismikinn áhuga hjá okkur og öðrum. Neyð okkar vekur mismikla athygli annarra. Í fjölmiðlunum sjáum við og heyrum um þau, sem eiga í einhvers konar erfiðleikum og það snertir okkur efalaust á einhvern hátt. Maður staldrar ef til vill við og leiðir huga og hjarta til viðkomandi en svo flettir maður blaðinu áfram og skilur það svo eftir eða hendir því.
Predikun

Úti við mærin

Í guðspjalli dagsins leiðir Kristur okkur lærisveina sína, kirkju sína, að mörkum landsvæða – hvar menn hafa dregið línur sem aðskilja fólk, aðgreina. Þau mæri sem við erum stödd hjá að þessu sinni hafa um aldir markað skil á milli tveggja hópa. Annars vegar eru þeir sem hafa að eigin áliti og margra annarra verið taldir sérstakir fulltrúar Guðs hér á jörðu.
Predikun

Hinn andlegi Arkímedesarpunktur

Á sama hátt þurfum við sem kirkja líka að glíma og takast á við vandamál samtímans – undan því megum við ekki víkja okkur - en við skulum passa okkur á því að sleppa ekki glímutökunum fyrr en við getum verið þess fullviss, að orðræðan og átökin um ágreiningsmálin verði okkur og samélagi okkar mannanna til blessunar.
Predikun

Fyrirmynd nýs hjónabandsskilnings?

Hvað er að vera blessaður? Hvað er að þiggja blessun? Viðurkenning og sátt manna í millum í samfélagslegu tilliti. Guðsblessun, er má segja það að lifa í takt við Guðs orð og í takt við hina harla góðu sköpun skaparans og finna handleiðslu hans í lífi sínu. Jakob þáði blessun föður síns, reyndar þá blessun sem bróðir hans átti að njóta.
Predikun