Trú.is

Ertu róbot?

Gervigreindin, sem hefur nú þegar skákað okkur á flestum sviðum færni og þekkingar, kemur einmitt upp um sig í þeim samanburði. Það er þessi litli skjálfti sem næm mælitækin greina þegar við strjúkum fingri eftir fletinum. Hann er agnarlítið dæmi um takmörk okkar og breyskleika.
Predikun

Praying and struggling /Að biðja og glíma

When we pray and ask God for something, we then have to work for the possibility that God is showing in front of us. This process isn't about asking for a miracle. It's a process of using your time and using your energy to do some concrete things that are possible. That is the struggle in praying. / Þegar við biðjum Guð um eitthvað, verðum við að vinna að þeim möguleikum sem Guð sýnir okkur. Þessi ferill snýst ekki um að biðja um kraftaverk, heldur að nota tíma okkar og orku til að gera það sem raunhæft er. Það er baráttan í bæninni.
Predikun

10 ára afmæli Alþjóðlega safnaðarins (10th Anniversary of the International Congregation)

Ég trúi því að Guð sé almáttugur, alvitur og fullur af kærleika, en ég trúi því líka að Drottinn hafi húmor. Því á þessum sunnudegi, af öllum sunnudögum, ákveður Guð að kenna okkur auðmýkt. Allir ritningarlestrar dagsins leggja áherslu á auðmýkt og fordæma hroka eða stolt. Höfundur Orðskviðanna varar við stolti og segir að það geti orðið okkur að falli. Páll hvetur söfnuðinn í Efesus til að vera algerlega auðmjúkur. Loks segir Jesús í Lúkasarguðspjalli að sá sem upphefur sjálfan sig verði auðmýktur.
Predikun

Þræðir

Það er gleðiefni þegar listafólk opnar hér sýningu á Torginu. Við njótum þeirra forréttinda, við sem hér störfum, að geta virt listaverkin fyrir okkur, brotið heilann um merkingu þeirra og greint jafnvel í þeim nýjar víddir og sjónarhorn. Það er að sama skapi nokkur áskorun að flétta saman textana sem okkur eru úthlutaðir við boðskap listamannsins – auðvitað með það í huga að þau sem hér hafa sýnt hafa getið þess í óspurðum fréttum að þau séu ekki að predika. Eins og það sé nú eitthvað slæmt? spyr ég gjarnan á móti!
Predikun

Kirkja sem þjónar og boðar.

Það er verkefni Þjóðkirkjunnar að vera kirkja Jesú Krists, að boða sannleikann – bæði í meðbyr og mótbyr. Boða Krist krossfestann og upprisinn, boða náð, von, kærleika og friðarveginn sem Jesú kenndi. En það er líklega ekkert í störfum Þjóðkirkjunnar sem mætir eins mikilli andstöðu og þegar starfsfólk hennar raunverulega leggur sig fram um að boða friðarveg Krists.
Pistill

Small faith, great responsibility / Lítil trú, mikil ábyrgð

No matter if we can do fine things or if we cannot do enough, God is the one who is responsible for what we are doing. Don't be afraid, and don't be too arrogant. / Sama hvort við getum gert góða hluti eða ekki nóg —þá er það Guð sem ber ábyrgð á því sem við gerum. Ekki vera hræddur, og ekki vera of stoltur.
Predikun

Þegar kvíði skellur á (When Anxiety Strikes)

Kvíði er raunveruleg ógn við geðheilsu okkar. Þegar hann vex og tekur of mikið pláss í huga okkar og hjörtum getum við ekki fundið frið innra með okkur. Án friðar getum við ekki hvílst og upplifum svefnlausar nætur. Svefnleysi setur allt annað í lífi okkar í hættu þar sem við erum ólíklegri til að hugsa um okkur sjálf. Við erum líklegri til að sækjast í auðveldar lausnir sem endast ekki.
Predikun

The Diligent Son? / Hinn samviskusami sonur?

We might be thinking in this way and forget to repent of our sins. In that sense, for example, like me, the pastors in the church, or the people who are in leadership positions in the church, we are the ones who have to look back at ourselves and be careful about this. / Við gætum hugsað þannig og gleymt að iðrast synda okkar. Í þeim skilningi eru það til dæmis ég, prestar kirkjunnar, eða þeir sem bera ábyrgð í kirkjunni, sem verðum að líta til baka á okkur sjálf og gæta þess sérstaklega.
Predikun

Sofið í snjónum

Þeir minna um margt á okkur göngugarpana forðum daga. Við sváfum í snjónum þegar við hefðum náð inn í hlýjuna ef við hefðum haldið aðeins lengur áfram. Við gengum jú ekki leiðina á enda. Með sama hætti lesa hinir meintu bókstafstrúarmenn ekki Biblíuna á enda.
Predikun

Where 99 sheep stand/Þar sem 99 sauðir standa

That is the place where the 99 sheep were. So this parable is actually comparing the majority in society—which is creating new sinners or unclean people—and one lost sheep who was expelled by the majority because it was considered a sinner. /Þar voru 99 sauðirnir. Þannig er þessi dæmisaga í raun samanburður milli meirihlutans í samfélaginu – sem skapar nýja syndara eða óhreina menn – og eins villts sauðar sem var útilokaður af meirihlutanum vegna þess að hann var talinn syndari.
Predikun

Fórnarlömbin

Er það mögulega saga Kains í yfirfærðri mynd? Er hann ekki fórnar-lambið sem í sjálfsvorkunn sinni telur sig hafa rétt á því að drepa bróður sinn? Leiðir það ekki hugann að þjóðarmorðum sem framin voru í krafti þeirrar sannfæringar að böðlarnir hefðu sjálfir orðið fyrir einhverjum órétti? Nazistarnir hefndu ófara fyrra stríðs á gyðingum og ólu á tortryggni í þeirra garð.
Predikun

Að vera rödd hinna raddlausu (Voice for the Voiceless)

Hvernig lifir maður án þess að heyra og tala? Eyrun og munnurinn eru bæði verkfæri sem eru lífsnauðsynleg fyrir samskipti, til að tilheyra samfélagi. En þessi maður var ósýnilegur í samfélaginu og tilheyrði engum.
Predikun