Trú.is

Í storminum miðjum

En að lokum lendum við í upplifunarþröng! Við finnum að við náum ekki að fylgja öllum þessum upplifunum eftir og við hættum að vera nálæg þótt líkami okkar sé á staðnum.
Predikun

Hvítalogn

Í lífinu er ekki alltaf heiðríkja til sjávar og sveita. Þó að það geti verið hvítalogn hér á Húsavík einn daginn þá getur verið strekkingur í Aðaldalnum á sama tíma. Það gefur stundum á bátinn í lífinu. Þá er eðlilegt að finna til ótta. Við óttumst um líf okkar. Það er ekki sjálfgefið að það sé rennileiði í lífinu
Predikun

Kirkja sjómannanna

Undanfarið höfum við kynnst því hvað undirstöður eru þýðingarmiklar. Jörðin hefur skolfið og við höfum fundið á okkar eigin beinum hvað við erum varnarlaus. Það grípur um sig skelfing. Hver og einn reynir að bjarga sér og sínum sem best hann getur. Hugar svo að öðrum.
Predikun

Þjóðarskútan

Já, við njótum öryggis á þjóðarskútunni. Hvers konar varnaviðbúnaður er öflugri og útbreiddari en nokkru sinni. Tilkynningarskylda, staðsetningartæki, allir reyndar gjörtengdir og staðsettir. Eftirlitsmyndavélar á hverju horni. Svo er velferðarnet samfélagsins betra hér á landi en víðast annars staðar. En hvers vegna er þá ekki allt í lagi á þjóðarskútunni?
Predikun

Að upplifa guðspjall sjómannadagsins

Sjómennska og kristin trú hafa átt trausta samfylgd alveg frá öndverðu. Dæmisögur og líkingar í guðspjöllunum eru margar sóttar í smiðju sjómennskunnar. Kirkjunni er líkt við skip, og lífi okkar einnig, mitt fley er lítið en lögurinn stór. Hvarvetna má finna líkingarnar. Og hinir fyrstu lærisveinar voru sjómenn.
Predikun

Fjölskyldulífið – auðlindir lands og sjávar

Því lífið hefur forgang, og manneskjan hefur það hlutverk að hugsa um lífríkið. Fyrst og fremst að vernda andrúmsloftið og neysluvatnið, en einnig í hófi að nýta þær Guðs gjafir sem auðlindir náttúrunnar eru. Vald Guðs er nefnilega elska.
Predikun

Á sama báti á sama sjó

Hafið auðuga sem umlykur landið okkar ætti að vera okkur sístæð áminning um lífið sem Guð gefur okkur: þetta undursamlega, fagra, djúpa, leyndardómsfulla, síbreytilega og auðuga líf. Hafið ætti að minna okkur á að við erum öll á sama báti á þeim sama sjó.
Predikun

Auðlindir í þágu lífsins

Háværar deilur hafa staðið yfir um langt skeið á meðal þjóðarinnar um stjórnkerfi fiskveiðanna. Fiskurinn í sjónum er ekki ótakmörkuð auðlind, heldur verður að stunda veiðarnar þannig að fiskistofnar geti viðhaldið sér, blómagast og eflst. Þess vegna er það raunarlegt að í skjóli verndunar skuli þrífast stjórnkerfi sem ýtir undir brask í viðskiptum með fiskveiðiréttinn. Með því hefur þjóðin fylgst í forundran mörg undanfarin ár hvernig rétturinn til aðgangs að veiðum hefur orðið að féþúfu í orðsins fyllstu merkingu.
Predikun

Guð heyrir bænir

Það mun hafa verið einhvern tíma seint á nítjándu öld að sá atburður varð í Mýrdalnum sem lengi var í minnum hafður. Sóknarpresturinn, séra Brandur Tómasson, kom að tilviljun ríðandi þar að sem hópur fólks stóð í fjörunni, konur, unglingar, börn, sem hafði hraðað sér ofan til strandar til að taka á móti bátunum sem voru að koma að landi. En skyndilega hafði gert rok.
Predikun

Sigur lífsins

Það er ekki að ástæðulausu að eyþjóð langt norður í Atlantshafi helgar sjómönnum einn sunnudag í kirkjuárinu. Það þurfti þekkingu, hæfni og áræði til að komast hingað í upphafi vega, flytja fjölskyldu, hjú og búslóð - og það þurfti sömu eiginleikana til að viðhalda tengslunum við fjarlæg lönd, sigla með afurðir og flytja nauðsynjavarning til landsins.
Predikun

Í þágu lífsins

Guðspjall sjómannadagsins, frásagan sem er af því er Jesús kyrrir vind og sjó, endurómar söguna á fyrstu blaðsíðum Biblíunnar. Þar er viðlagið: „Guð sagði. Það varð. Guð sá að það var gott. Og Guð blessaði það.“ Guðspjallið ítrekar boðskap hinnar fornu sögu, eða lofsöngs, sem gjarna kallast „sköpunarsagan,“ sem sé að Guð setur hinu illa mörk, og þau mörk, þær skorður bresta ekki.
Predikun