Trú.is

Gott gildismat

Já, skelfilegt væri það nú ef vinaleiðin í grunnskólunum miðlaði nú nýjum viðhorfum til barnanna. Hvað ef einhver segði að annað skipti máli en útlitið, að aðrar fyrirmyndir væru inni í myndinni en þær sem birtast í slúðurfréttunum? Hvað ef einhver segði í fullum trúnaði að unglingurinn sé dýrmætur í sjálfum sér og mikilvægur fyrir það sem hann er.
Predikun

Friðarstofnun í Reykjavík

Skilaboð kristinnar trúar inn í friðarmálin er ekki einhver samningatækni sem nota mætti inni í Höfða með góðum árangri. Hér er ekki einhver gleymd aðferðafræði sem komið hefur sér vel á liðnum öldum en fallið í gleymsku. Nei, skilaboð kristindómsins eru þær fréttir að Guði líkar við fólk og með velviljaðri yfirtöku hefur hann gefið Jesú allt vald og lýst yfir friði í veröldinni.
Predikun

Vettvangur lífsins og mennskunnar

Óeðlilegt væri ef predikarar kirkjunnar, þjónar safnaðanna, fyndu ekki hjá sér hvöt til að láta til sín taka. Það væri líka afar einkennilegt ef prestar ekki blönduðust inn í umræður um lausnir á margvíslegum vanda samtímans, hverju sinni. Manngildishugsjón kristindómsins hefur frá upphafi verið hvati til framfara meðal þjóða heimsins.
Predikun

Afskiptaleysið

Við höfum heyrt fregnir af slösuðu fólki í umferðinni sem hefur mátt þola afskiptaleysi annarra vegfarenda. Fregnir hafa borist úr Reykjavík af einstæðingum sem látist hafa í íbúðum sínum án þess að nokkur yrði þess var fyrr en nokkrum dögum síðar. Það er sannarlega áhyggjuefni hversu tómlætið fer vaxandi gagnvart náunganum í þjóðfélaginu.
Predikun

Lífskraftur

Vald Jesú er öðru vísi en vald í mannlegu samfélagi. Eins og hann nálgast okkur í mildi eins kennir hann okkur að vera í mannlegu samfélagi, að vera manneskjur fyrst og fremst, semferðafólk, þar sem næmleiki Guðs fyrir mannlegri neyð er okkur í blóð borinn og leiðarljós okkar í samskiptum við aðra. Við getum kallað það manneskjulega menningu eða milda menningu.
Predikun

Lost, blinda og sýn

Menn spyrja um tildrög, en Jesús um merkingu. Menn leita aftur, en Jesús beinir sjónum fram á veginn. Menn sjá lokuð kerfi orsaka og afleiðinga, en Jesús sýnir plúsana í lífinu. Menn rækta löghyggju, en Jesús bendir til frelsis. Menn loka, Jesús opnar. Menn læsast, Jesús leysir.
Predikun

Sjáandi blindur

Í indverski sögn greinir frá kóngsdóttur, sem mátti fara yfir akur að tína öx. Henni var heitið að öll öxin , sem hún týndi, yrðu að demöntum. En hún mátti aðeins fara einu sinni yfir akurinn. Kóngsdótturinni þótti fyrstu öxin ósköp lítil. Ætlaði hún að bíða þangað til hún kæmi í miðjan akurinn.
Predikun

Ljós í myrkri

Guðspjallið í dag segir okkur frá blindum manni. Manni sem hafði verið blindur frá fæðingu. Hann hafði aldrei séð sólina, grænt grasið, fegurð blómanna, bros móður sinnar né nokkuð annað það, sem glatt getur mannlegt auga. Líf hans var hjúpað myrkri, sem hann hafði enga möguleika á að sigrast á. Hann þekkti ekkert annað en myrkrið, átti enga minningu um það, sem venjuleg augu fá að sjá og skynja.
Predikun

Erfðagalli og synd

Ein ágæt kona búsett í því prestakalli sem ég eitt sinn þjónaði í hafði árum saman fengist við það að rannsaka tiltekinn erfðagalla sem leiddi til verulegrar fötlunar, andlegrar og líkamlegrar. Upphaflega einskorðaði hún sig við fáa afmarkaða þætti en smám saman vatt rannsóknin upp á sig – fleiri skyld tilvik komu í ljós.
Predikun

Kristnir landvættir skjaldarmerkisins

Kirkjan okkar er full af fornu táknmáli eins og táknmáli daganna. Margt er það svo gamalt að flestir vita ekki hvað það stendur fyrir lengur, eins og þetta með sunnudagana eftir þrenningarhátíð. Önnur kristin tákn þekkjum við ef til vill betur, eins og dúfuna, tákn heilags anda, sem margir reyndar telja að sé tákn friðar eingöngu.
Predikun

Blindir og sjáandi

Þegar barn hefur verið skírt ganga stundum einhverjir þeirra sem viðstaddir eru að skínarlauginni, dýfa hendi í vatnið og bera á augu sín. Ástæður þessa geta verið ýmsar. En allar eiga það vafalítið sammerkt að fólk hefur trú á nálægð Krists. Skírnin hefur áhrif, Kristur er með einhverjum sérstökum hætti viðstaddur. Þessi athöfn er eins og bæn í verki.
Predikun