Trú.is

Hvað vilt þú að ég geri fyrir þig?

Allt í einu fjallar þessi texti ekki lengur um að við getum fengið allt sem við viljum, heldur vill Jesús að við eigum frið. Frið sem felst ekki í því að skilja allt með skynseminni, heldur frið í hjarta. Frið sem snýst um allt sem við þráum dýpst og heitast, að vera elskuð, að tilheyra, að vera sátt við Guð og menn.
Predikun

Við erum rík

Gamla bókin hér á skírnarfontinum sýnir okkur svart á hvítu að það var fólk hér á undan okkur sem byggði þetta hús og þennan söfnuð. Dag einn mun eitthvað allt annað fólk en við sitja hér í þessum bekkjum og fylla þetta hús af tónlist, vináttu og trú. Vonandi verða þar margir afkomendur okkar, en við verðum farin öll með tölu. Lífið stendur aldrei í stað en Orð Guðs varir að eilífu.
Predikun

Aðferðafræði þrautsegjunnar

Þegar kom að því að velja ritningarvers drengsins, völdu þeir það saman, og að baki valinu er leiðbeining og umvöndun föður sem vill dreng sínum vel. ,,Leitið og þér munuð finna” snýst ekki bara um trúnna sagði Jens syni sínum, það á líka við í lífinu.
Predikun

Sá öðlast sem biður

Við komum alltaf einhverntíma að mærum hins mögulega og þess við höfum ráð á. En þegar við rekumst á slíkar takmarkanir, þá verður eitthvað annað að taka við. Öskufall er eitt af þvi sem minnir á það hversu bjargarlaus við getum verið í vissum aðstæðum.
Predikun

Mömmur og bænir

Á mæðradeginum blessum við mæður okkar, bæði þær sem við höfum hjá okkur og líka þær sem farnar eru heim til Guðs. Við þökkum Guði fyrir þær og allt það sem þær hafa lagt á sig okkar vegna. Og við biðjum fyrir mæðrum sem eiga bráðum von á barni, kannski fyrsta barninu sínu eða því fimmta, og biðjum Guð að vaka yfir þeim hvar sem þær eiga heima í veröldinni.
Predikun

Guðsgaflar og puttabænir

Fingurnir eru mismunandi og hægt að nota þá til aðstoðar í samtalinu við Guð. Eðlisþættir puttanna geta minnt á mikilvæga þætti, sem við megum gjarnan orða við himinvin okkar. Þeir geta orðið okkur hinir þörfustu guðsgaflar. Give me five!
Predikun

Bænadagur eftir Eurovision

Hvort viljum við vera Júlíus Caesar eða Jesús Kristur? Ceasar vildi endurbæta mennina með því að breyta stofnunum og lögum en Kristur vildi breyta einstaklingum og þannig umskapa heiminn til hins betra.
Predikun

„Biðjið og yður mun gefast“

Í gróðurhúsi trúarlífsins er bænin eins og vatnið sem vökvar plönturnar. Án vatnsins skrælna plönturnar og deyja. Án bænarinnar skrælnar trúin og deyr.
Predikun

Bænin má aldrei bresta þig.

Bænaarfur okkar íslendinga er ríkastur við rúmstokk barnanna og til þessa dags er mikill meirihluti foreldra sem biður bænir með börnum sínum að kveldi. Það er mikið þakkarefni og mikilvægi bænaiðkunnar með börnum skyldi aldrei vanmeta. Kvöldbænir leggja grundvöll að því hvernig börnum tekst að glíma við tilvistarspurningar sem fullorðnar manneskjur og veitir þeim aðgang að uppsprettu sem aldrei þrýtur.
Predikun

Hinn almenni bænadagur

En það er erfitt að biðja þegar allt leikur í lyndi - þegar maður þarfnast einskis. Það er erfitt að kafa í sjálfan sig og tala frá hjartanu, og það er erfitt að hlusta. Það er erfitt að hlusta á þessað hljóðu, orðlausu en þó merkilega voldugu rödd, sem getur mætt manni þegar minnst varir.
Predikun

Andóf einyrkjans

Og einmitt nú, þegar “hin óeðlilega bjartsýni er þorrin” rétt eina ferðina hjá þessari þjóð og við erum orðin að vaxtaþrælum veltiáranna, þá er enginn sem stendur hjarta þessarar þjóðar nær en flutningabílstjórinn, einyrkinn, sem skuldum vafinn skiptir niður og leggur ótrauður á heiðina.
Predikun

Með þögninni eyðir þú öllum misskilningi

Bæn er ekki pöntunarþjónusta. Maður tekur ekki upp tólið og pantar, svona svipað og þegar maður pantar pizzu úr Eldsmiðjunni eða spólu á amazon. Verslunarvæðum ekki bænina. Bæn er ástartengill.
Predikun