Trú.is

Að gefnu tilefni

Það sem ég þekki til get ég fullyrt að biskup Íslands hefur lagt sig í líma við að leysa úr þeim málum á sem farsælastan og bestan máta.
Pistill

Í húsi föðurins - í skugga Drottins

Yfir jóladagana skoðum við atburði sem snerta fæðingu og bernsku Jesú. Jesús fæddist í skugga yfirvalds sem sat um líf hans. Jólin eru ekki öll einn lofsöngur og gleði í kirkjunni. Stutt er í myrkrið, ofsóknir og erfiðleika. Öll heimsbyggðin hefur lifað síðast liðið ár í skugga sameiginlegs óvinar, sem er bæði ósýnilegur og skæður. Við lifum í mismunandi skugga. Við höfum það gott Íslendingar. Hjá okkur er trúfrelsi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi. Við höfum tækifæri til þess að taka sömu afstöðu og Jesús tólf ára. Það er mikilvægt að þekkja stöðu sína sem Guðs barn.
Predikun

Vopnahús

Vopnahúsin geyma minningar um tíma sem við vildum ekki lifa að nýju.
Predikun

Bústaður

Og nú erum við stödd í Bústaðakirkju. Bústaðir hét bærinn hér austast í holtinu þar sem hallar undir Elliðaár. Fátt, ef nokkuð, vitum við um fólkið sem hér átti heima, öld fram af öld. Ólíkt var hér um að litast, þá og nú. En hér erum við og heyrum lesinn enn eldri texta um bústað: Bústaður minn verður hjá þeim og ég verð Guð þeirra og þeir verða þjóð mín.
Predikun

Útförin - þjóðkirkjan í hnotskurn

Hér á Íslandi kemur það í hlut eina mannsins í kirkjunni sem ekki þekkti hinn látna að taka saman helstu æviþætti hans. Sú hefð veitir okkur urmul tækifæra að tengja trúfræði okkar inn á vettvang daglegs lífs.
Pistill

Við sáum dýrð hans, ummyndunin

Í dag er síðasti sunnudagur eftir þrettánda og bænadagur á vetri. Guðspjall dagsins fjallar um það er Jesús ummyndast fyrir augum lærisveina sinna og dýrð hans varð þeim opinber. Það sem fram fer í kirkjunni snýst um trúna á Jesú, bróðurinn besta, og göngu okkar á lífsins vegi. Þannig erum við öll börn Guðs og systkin í trúnni. Hér í kirkjunni koma saman Íslendingar og fólk af erlendu bergi brotið, fátækir og ríkir. Margt af því er fólk á flótta.
Predikun

Brúðkaupið í Kana

Sagan um brúðkaupið í Kana er í raun vonar boðskapur sem bendir fram til upprisu Jesú og þess sem síðar kemur. Jesús kom með vatn og breytti því í vín en sá atburður felur í sér mikið meira en einföld umskipti á vökvum. Atburðurinn er tákn sem vísar á krossinn og upprisuna og þá náð sem Guð veitir okkur af ríkulega á hverjum nýjum degi.
Predikun

Vinur velkominn, vinur velkominn.

Í vetur kynntist ég hjónum frá Íran sem komu hingað að leita hælis. Hann hafði verið leiðtogi kristins safnaðar þar í landi, en þar er bannað að breiða út kristna trú. Rétt fyrir jól fyrir tveimur árum var hann fangelsaður og pintaður. Þau enduðu hér á Íslandi og fundu söfnuði hælisleytenda kirkjunnar. En þegar konan var aðeins komin 30 vikur á leið fór henni að lýða illa. Þau leituðu á sjúkrahús og ljós kom að hún var komin með meðgöngueitrun. Hún var drifin í keysaraskurð og fæddi heilbrigða stúlku. Já, þakka, sál mín, þú, þakka' og lofsyng nú, fæddum friðargjafa, því frelsari' er hann þinn, seg þú: "Hann skal hafa æ hjá mér bústað sinn, vinur velkominn. Vinur velkominn.
Predikun

Kallað eftir kirkjuskilningi

Með nýjum samningi ríkis og þjóðkirkju um gagngjald ríkisvaldsins fyrir fornar kirkjujarði sem það tók við í áföngum á öldinni sem leið var farið inn á nýja braut í samskiptum þessara stofnana.
Pistill

Tímamót í samskiptum ríkis og kirkju

Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir: „Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.“ Merking þessarar greinar er vissulega dálítið óljós a.m.k. þegar haft er í huga að í landinu starfa fjölmörg önnur trúfélög og þau eru öll sjálfstæðari en þjóðkirkjan. — Tengsl þeirra við ríkisvaldið eru minni, þau hafa víðtækari stjórn í eigin málum og svigrúm þeirra til að móta starfshætti sína er meira. Þau hafa líka ríkara fjárhagslegt sjálfstæði en þjóðkirkjan.
Pistill

Bjarga þú, vér förumst

Líklega hefur engin þjóð í Evrópu orðið að gjalda fyrir búsetu í landinu sínu með meiri mannfelli en Íslendingar
Predikun

Tímamót

Til þess er kirkjan, sama hvað prestakallaskipan líður, sama hvaða nafni presturinn eða djákninn nefnist, sama hvað við nú öll heitum og gerum, til þess er kirkjan að við séum í Kristi, Guði falin og glöð í þjónustunni hvert við annað. Til þess erum við kölluð og til þess lifum við að kraftur Guðs fái unnið sitt verk í okkar lífi og samferðafólksins.
Predikun